Starf forritara

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins auglýsir eftir forritara sem gæti sinnt fjölbreyttum þróunar- og hugbúnaðarverkefnum í landbúnaði.

Helstu verkefni og ábyrgð
- Þátttaka í þróunarteymum RML sem sinna hugbúnaðargerð og upplýsingatækni
- Forritun og hugbúnaðargerð
- Prófanir
- Vinna við Oracle gagnagrunna
- Önnur verkefni s.s. líkanagerð í Excel og þróunarverkefni

Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun kostur
- Þekking eða framhaldsmenntun á sviði tölvunarfræði eða verkfræði
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Góðir samskiptahæfileikar
- Þekking og reynsla í eftirfarandi er æskileg
  * Python (Django og Flask)
 * Oracle (PL/SQL)
 * Javascript, jQuery o.fl.
 * 3+ ára starfsreynsla æskileg

 Við leitum að einstaklingi með brennandi áhuga á tölvunarfræði í sínum víðasta skilningi og hefur metnað og frumkvæði til að vinna að þróun á hvers kyns tæknilausnum fyrir landbúnað. Æskilegt að umsækjandi búi á Akureyri en er þó ekki skilyrði.
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins er ráðgjafarfyrirtæki í eigu bænda sem sinnir landbúnaðarráðgjöf um allt land. Starfsftöðvar eru dreifð um landið. Við bendum áhugasömum á heimasíðu fyrirtækisins www.rml.is þar sem sótt er um starfið, en þar er einnig hægt að kynna sér starfsemina enn frekar.

Umsóknarfrestur er til og með 20. maí. Umsóknir eru meðhöndlaðar sem trúnaðarmál og verður öllum umsóknum svarað.

Nánari upplýsingar veita Karvel L. Karvelsson framkvæmdastjóri klk@rml.is og Þorberg Þ. Þorbergsson verkefnastóri fjármála og tæknisviðs thorberg@rml.is