Skýrsluhald - heimarétt WF

Rétt er að vekja athygli á því að á heimasíðu RML eru nýuppfærðar leiðbeiningar um notkun á heimarétt WorldFengs.

Nú í upphafi árs er gott að fara inn í heimaréttina og huga að því hvort eitthvað er ógert þar. Það helsta sem gott er að hafa í huga er:

  1. Hefur fang verið skrá inn á þær hryssur sem fóru undir stóðhest sumarið 2024 og hafa stóðhestseigendur samþykkt skráninguna?
  2. Eru öll folöldin grunnskráð?
  3. Hefur verið merkt við geldingu á þeim folum sem voru geltir árið 2024. Sumir dýralæknar skrá slíkt aðrir ekki?
  4. Hefur verið gert grein fyrir afdrifum hrossa?
  5. Eru einhver eigendaskipti ófrágengin?
  6. Er litaskráning í lagi á öllum hrossunum?
  7. Er búin að setja inn nöfn á þau hross sem hafa verið nefnd?
  8. Er skráður umráðamaður á öllum hrossum?

Ef eitthvað af þessu er ógert er um að gera að kippa því í lag og ef upp vakna efasemdir um hvernig á að skrá koma leiðbeiningarnar með heimaréttinni vonandi að góðum notum. Einnig er rétt að minna á að öll folöld eiga að vera grunnskráð og örmerkt fyrir 1. mars. Ef spurningar vakna er hægt að hafa samband í síma 516-5000 eða senda tölvupóst á netfangið rml@rml.is. 

Sjá nánar: 
Leiðbeiningar um notkun heimaréttar WorldFengs

/okg