Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Skráningarfrestur á kynbótasýninguna í Víðidal dagana 13. og 14. maí hefur verið framlengdur til miðnættis á sunnudaginn 5. maí. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er skrá hross á kynbótasýningu. Opnað var fyrir skráningar á allar kynbótasýningar vorsins þann 15. apríl síðastliðinn.
Ef fjöldi hrossa verður innan við 35 munu þau verða dæmd mánudaginn 13. maí og yfirlitssýning verða daginn eftir, þriðjudaginn 14. maí en fyrirkomulagið verður auglýst nánar eftir helgi. Allar frekari upplýsingar má fá í síma Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins 516-5000 eða hér á heimasíðunni. Undir liðnum búfjárrækt/hrossarækt/kynbótasýningar má t.d. finna leiðbeiningar um hvernig eigi að skrá hross á sýningu. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netföngin lr@rml.is og rml@rml.is.
Minnum á að allir stóðhestar verða að vera DNA-greindir svo og foreldrar þeirra. Úr stóðhestum fimm vetra og eldri þarf að liggja fyrir blóðsýni og spattmynd í Worldfeng til að hægt sé að skrá þá á sýningu.
hes/okg