Skráningarfrestur framlengdur á kynbótasýningu á Selfossi 6.-10. maí

Skráningarfrestur á kynbótasýninguna á Selfossi dagana 6. til 10 maí hefur verið framlengdur til mánudagsins 29. apríl. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „skrá hross á kynbótasýningu“.

Opnað var á skráningar á allar kynbótasýningar vorsins þann 15. apríl síðastliðinn. Allar nánari upplýsingar í síma Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins 516-5000 eða hér á heimasíðunni þar sem t.d. eru leiðbeiningar um hvernig eigi að skrá hross á sýningu. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netföngin lr@rml.is og  rml@rml.is.

Minnum á að allir stóðhestar verða að vera DNA greindir svo og foreldrar þeirra. Úr stóðhestum fimm vetra og eldri þarf að liggja fyrir blóðsýni og spattmynd í Worldfeng til að hægt sé að skrá þá á sýningu.

hes/okg