Skráningar á kynbótasýningar vorsins

Gaumur frá Auðsholtshjáleigu/Þórður Þorgeirsson
Gaumur frá Auðsholtshjáleigu/Þórður Þorgeirsson

Í dag 15. apríl var opnað fyrir skráningar á allar kynbótasýningar vorsins þannig að nú ættu menn ekki að þurfa að vera á síðustu stundu að skrá.

Skráning og greiðsla fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „skrá hross á kynbótasýningu“. Einnig er hnappur hægra megin á forsíðu þessarar síðu þar sem hægt er að komast beint inn á skráningarsíðuna.

Hér á síðunni má einnig finna leiðbeiningar um rafræna skráningu á kynbótasýningu.

Síðasti skráningardagur er að jafnaði viku fyrir sýningu (oftast á föstudegi), nema í þeim tilfellum þar sem sýning fyllist, þá lokast sjálfkrafa á sýninguna, þó svo skráningarfrestur sé ekki útrunninn. Eigandi/umráðamaður hrossins verður þá að velja aðra sýningu. Lena Reiher og Oddný Kristín Guðmundsdóttir munu leiðbeina þeim sem þess þurfa í síma 516-5000, einnig verður hægt að senda þeim tölvupóst á netföngin lr@rml.is og rml@rml.is.

Hér fyrir neðan má sjá sýningar vorsins og hvenær er síðasti skráningar- og greiðsludagur.

Dags. Staður Loka skráningar- greiðsludagur
29.4-3.5 Skagafjörður Föstudagur 19. apríl
6.5-10.5 Selfoss Föstudagur 26. apríl
13.5-17.5 Víðidalur Föstudagur 3. maí
15.5-17.5 Akureyri Þriðjudagur 7. maí
21.5-24.5 Sörlastaðir Föstudagur 10. maí
21.5-24.5 Hvammstangi Föstudagur 10. maí
27.5-31.5 Selfoss Föstudagur 17. maí
27.5-31.5 Skagafjörður Föstudagur 17. maí
27.5-28.5 Hornafjörður Föstudagur 17. maí
29.5-31.5 Stekkhólmi Þriðjudagur 21. maí
3.6-7.6 Melgerðismelar Föstudagur 24. maí
3.6-14.6 Hella Föstudagur 24. maí
10.6-14.6 Mið-Fossar Föstudagur 31. maí


Allar upplýsingar um röðun niður á daga munu birtast hér á heimasíðunni þegar þær eru klárar, sem verður nokkrum dögum fyrir hverja sýningu.

Verð fyrir fullnaðardóm er 18.500 kr en fyrir byggingadóm/hæfileikadóm 13.500 kr. Endurgreiðslur á sýningargjöldum koma því aðeins til greina að látið sé vita um forföll fyrir kl. 16:00 síðasta virka dag fyrir sýningu í síma 516-5000 en einnig er hægt að senda tölvupóst á netföngin lr@rml.is og rml@rml.is.

Endurgreiddar eru kr. 11.000,- fyrir hross sem skráð hefur verið í fullnaðardóm og kr. 8.000,- fyrir hross sem hefur verið skráð í sköpulags- eða hæfileikadóm. Slasist hross eftir að sýning hefst er sama hlutfall endurgreitt gegn læknisvottorði.

Við minnum á að ekki er hægt að skrá hross á kynbótasýningu nema þau séu örmerkt og allir stóðhestar verða að vera DNA-greindir svo og foreldrar þeirra. Hjá öllum stóðhestum fimm vetra og eldri þarf að liggja fyrir í WF að búið sé að taka blóðsýni og röntgenmynda vegna spatts.

Nánari upplýsingar um reglur og annað sem viðkemur kynbótasýningum má finna hér á heimasíðunni. Einnig er hægt að hringja í okkur í síma 516-5000 eða senda tölvupóst á netföngin lr@rml.is og rml@rml.is.

hes/okg