Skráning lambadóma í fjárvís.is

Þessa dagana er vinna við lambadóma í fullum gangi. Til að hægt sé að gera upp niðurstöður einstakra búa og safna saman upplýsingum um afkvæmi sæðingastöðvahrúta er nauðsynlegt að fá þessar upplýsingar inn i skýrsluhaldið. Bændur eru hvattir til að skrá dómana sjálfir inn í fjárvís.is og er miðað við að dómaskráningunni ljúki viku eftir að mælingarnar eru gerðar. Þeir bændur sem ekki hafa tök á því að skrá dómana sjálfir inn í Fjárvís geta fengið það gert hjá RML gegn vægu gjaldi. Að afloknu skoðunartímabilinu (lambadómunum) skulu allir dómar vera komnir inn í gagnagrunn Fjárvís.

Sauðfjárteymi RML/okg