Skipulag heysýnatöku á Suðurlandi

Eftir gott heyskaparsumar á Suðurlandi líður að því að hægt verði að taka verkuð heysýni úr rúllum, böggum og stæðum hjá bændum. Miðað er við að vothey þurfi að verkast í 6-8 vikur áður en óhætt er að taka heysýni. Í heyi sem hefur náð 50% þurrefnisinnihaldi eða meira verður minni gerjun og því er óhætt að bíða í styttri tíma frá hirðingu til heysýnatöku.

Mjög einfalt skipulag heysýnatöku á Suðurlandi þetta haustið er eftirfarandi:

  • 18.-19. ágúst: Landeyjar og Eyjafjöll
  • 22.-23. ágúst: Flói
  • 24. ágúst: Rangárvallasýsla
  • 25. ágúst: Gnúpverjahreppur, Skeið
  • 26. ágúst: Hrunamannahreppur
  • 29. ágúst: Tungur, Grímsnes, Laugardalur og nærsveitir
  • 1.-2. september: Skaftárhreppur og Mýrdalur
  • 5.-6. september: Hornafjörður

Hægt er að panta heysýna- og jarðvegssýnatöku hér á heimasíðu RML en einnig er hægt að hafa samband við ráðunauta sem sinna þessum verkefnum ef einhverjar spurningar vakna:

  • Baldur Örn Samúelsson, sími 516-5020 (baldur@rml.is)
  • Berglind Ósk Óðinsdóttir, sími 516-5009 (boo@rml.is)
  • Elin Nolsöe Grethardsdóttir, sími 516-5066 (elin@rml.is)
  • Eiríkur Loftsson, sími 516-5012 (el@rml.is)
  • Guðfinna Lára Hávarðardóttir, sími 516-5067 (glh@rml.is)
  • Gunnar Guðmundsson, sími 516-5022 (gg@rml.is)
  • Gunnar Ríkharðsson, sími 51-5072 (gr@rml.is)
  • Jóna Þórunn Ragnarsdóttir, sími 516-5029 (jona@rml.is)
  • Lena Reiher, sími 516-5034 (lr@rml.is)

Sjá nánar:

Panta heysýnatöku 

jþr/okg