Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Síðasti skiladagur skýrsluhaldsgagna í sauðfjárrækt vegna ársins 2014 er 31. desember nk. Skilin eru mánuði fyrr en fyrir ári síðan og er breytingin tilkomin vegna breytinga á reglugerð um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu.
Starfsfólk RML svarar fyrirspurnum um skýrsluhaldið og aðstoðar eftir fremsta megni bændur við að ganga frá haustskýrslunum. Síminn hjá RML er 516-5000. Þar sem marga hátíðisdaga ber uppá virka daga í lok mánaðarins eru bændur hvattir til að nota tímann vel næstu tvær vikurnar.
Úr 9. gr. reglugerðar um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu nr. 1160/2013.
Fjárstofn skal skráður í skýrsluhaldskerfi Bændasamtaka Íslands. Sauðfjárskýrslum hvers árs skal skilað eigi síðar en 31. desember. Bændasamtök Íslands skulu senda til Matvælastofnunar skrá yfir þá framleiðendur sem skilað hafa skýrslum og þá framleiðendur sem ekki hafa skilað skýrslum eigi síðar 5. janúar. Matvælastofnun er skylt að tilkynna framleiðanda fyrir 15. janúar standist hann ekki kröfur varðandi skil. Framleiðanda skal veittur að hámarki fjögurra vikna frestur til að skila sauðfjárskýrslum og koma á framfæri andmælum sínum. Framleiðandi sem ekki skilar sauðfjárskýrslu innan frests telst ekki uppfylla skilyrði um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu.
okg/eib