Sigurður Ingi Jóhannsson er nýr ráðherra landbúnaðarmála

Sigurður Ingi var fyrst kjörinn á þing 2009 en hafði áður starfað mikið á sviði sveitarstjórnarmála og var m.a. oddviti Hrunamannahrepps frá 2002-2009 en hann er fæddur og uppalinn í Dalbæ í Hrunamannahreppi.

Sigurður Ingi sagðist í viðtali við RÚV í gærkvöldi hafa sóst eftir þessum málaflokkum, hafi unnið að þeim á liðnu kjörtímabili og þekki þá út og inn. Hann kvíðir því ekki að umhverfismálin verði undir eftir að búið sé að færa þann málaflokk undir ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðarmála. Hann segist leggja mikla áherslu á umhverfismálin, og ef til vill þurfi að koma þeim meira inn í hugsunarhátt nýtingarinnar.

gj