Röðun hrossa vikuna 10.-14.júní, Rangárbakkar, Sprettur, Selfoss, Hólar

Röðun hrossa á kynbótasýningum vikuna 10. til 14. júní hefur verið birt.

Það verður mikið um að vera á kynbótabrautunum vikuna 10. til 14. júní en þá vera þrjár sýningar í gangi á Suðurlandi og ein á Norðurlandi. Sýningarnar eru á Rangárbökkum við Hellu (120 hross), Spretti í Kópavogi (120 hross), Brávöllum á Selfossi (70 hross) og á Hólum í Hjaltadal (30 hross). Röðun hrossa á þessum sýningum hefur verið birt hér á síðunni. Dómar hefjast stundvíslega kl. 8:00 mánudaginn 10. júní á Rangárbökkum við Hellu, Spretti í Kópavogi og Brávöllum á Selfossi. Sýningin á Hólum hefst stundvíslega kl. 8:00 þriðjudaginn 11. júní. Yfirlit verður á miðvikudeginum á Hólum, fimmtudegi á Brávöllum á Selfossi en á föstudeginum á hinum sýningunum.

Við viljum biðja sýnendur að mæta tímanlega svo hægt verði að halda tímasetningar sem best.

Sjá nánar:

Röðun hrossa á kynbótasýningum

hes/ghg/agg