RML 10 ára – Upptökur af fyrirlestrum

Uppptökur af fyrirlestum sem haldnir voru á afmælisráðstefni RML 23. nóvember halda áfram að birtast einn af öðrum hér á vefnum og í dag voru tveir fyrirlestrar til viðbótar settir inn. (Sjá tengla á þá neðst)

Hvað er eiginlega loftslagsvænn landbúnaður? Fyrirlesari er Guðný Helga Björnsdóttir bóndi á Bessastöðum. Guðný Helga og Jóhann Magnússon búa á Bessastöðum við Hrútafjörð þar sem þau reka kúabú, hrossarækt, skógrækt og ferðaþjónustu. Í erindinu fjallar Guðný um það hvers þau hafa orðið vísari í þátttöku sinni í verkefninu Loftslagsvænn landbúnaður.

Hjálp! er ég að taka við góðu búi? Fyrirlesari er Óli Finnsson garðyrkjubóndi garðyrkjustöðinni Heiðmörk. Hann segir frá sinni reynslu af því að vera nýliði í garðyrkju.

Guðný Helga Björnsdóttir

Óli Finnsson

Sjá nánar:
Hvað er eiginlega loftslagsvænn landbúnaður? - Guðný Helga Björnsdóttir bóndi á Bessastöðum
Hjálp! er ég að taka við góðu búi? - Óli Finnsson garðyrkjubóndi garðyrkjustöðinni Heiðmörk

/okg