Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Eins og áður hefur komið fram er þessa dagana verið að birta fyrirlestra sem haldnir voru á afmælisráðstefnu RML þann 23. nóvember. Í dag voru tvær upptökur birtar:
Kartöflumygla – Mygluspá og mygluvarnir í hlýnandi veðurfari, fyrirlesari er Helgi Jóhannesson ráðunautur hjá RML.
Í erindi sínu fjallar Helgi um kartöflumyglu sem er vel þekktur og algengur sjúkdómur sem hefur fylgt kartöfluræktun árum saman. Myglan hefur oft valdið uppskerubresti og þekktastar eru hörmungar og hungursneyð á Írlandi 1845-1849. Hann kynnir mygluvarnir og vöktun svæða og árangur mælinga.
Hvaða áherslur setjum við í jarðrækt, fyrirlesari er Þórey Ólöf Gylfadóttir ráðunautur hjá RML.
Þórey fjallar í erindi sínu um þá þjónustu og áherslur sem RML setur í jarðrækt og hvaða tækifærum og áskorunum er staðið frammi fyrir í ráðgjöfinni.
Helgi Jóhannesson
Þórey Gylfadóttir
Sjá nánar:
Kartöflumygla – Mygluspá og mygluvarnir í hlýnandi veðurfari - Helgi Jóhannesson ráðunautur hjá RML
Hvaða áherslur setjum við í jarðrækt - Þórey Ólöf Gylfadóttir ráðunautur hjá RML
/okg