Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Út er komin skýrslan „Rekstrargreining garðyrkju á Íslandi 2019-2023“ þar sem koma fram helstu niðurstöður úr verkefni í afkomugreiningu garðyrkjunnar.
Verkefnið sem þessi skýrsla byggir á er framhald verkefna sem unnin hafa verið af RML á síðustu þremur árum þar sem leitast var við að varpa ljósi á rekstrarafkomu í garðyrkju á Íslandi á árunum 2019-2022. Nú er bætt við einu ári og unnið með árin 2019-2023.
Aflað var upplýsinga frá einstökum framleiðendum garðyrkjuafurða með það að markmiði að átta sig betur á rekstri helstu framleiðslugreina íslenskrar garðyrkju.
Í gagnasafninu sem unnið er með eru nú gögn frá framleiðendum sem samanlagt njóta u.þ.b. 90% þeirra opinberu stuðningsgreiðslna sem garðyrkjan fær. Það gerir okkur kleift að sýna tölur um heildarþróun greinarinnar yfir þetta árabil ef horft er á ákveðnar lykiltölur.
Í verkefninu er leitast við að ná sem raunhæfastri heildarmynd á garðyrkjuna og allar helstu greinar hennar þ.e. rótargrænmeti (kartöflur, rófur, gulrætur), ylrækt (tómata, agúrkur, papriku) sem og aðra ræktun (blóm, salat, kryddjurtir ofl.) með það að markmiði að hafa eins góða yfirsýn á garðyrkjuna og kostur er.
Nú eins og á síðasta ári er í meira mæli horft á niðurstöður og tölur niður á flatarmálseiningu þ.e. tekjur og kostnaður er reiknaður niður á hektara í útirækt og fermetra í ylræktinni sem gerir ákveðnar greiningar óháð tegundum mögulegar.
Gögn og upplýsingar eru fengnar úr ársreikningum, landbúnaðarframtölum og öðrum bókhaldsgögnum í samvinnu við framleiðendur sem og úr Jörð.is, Afurð.is, Mælaborði landbúnaðarins, skatturinn.is og Fasteignaskrá.
Að sjálfsögðu ríkir alger trúnaður um bókhaldsgögn þátttakenda og eru þau vistuð í lokuðum gagnagrunni.
Samantekt
Þó að í verkefninu sé verið að fjalla um og vinna með gagnasafn sem inniheldur stóran hluta garðyrkjunnar er rétt að hafa þann fyrirvara að töluverður eðlismunur er á rekstri hvort um er að ræða ylrækt eða útiræktun. Samt eru ákveðnir þættir sem rétt er að nefna almennt.
Verkefni sem þetta er mjög mikilvægt fyrir greinina og afar jákvætt að mögulegt var að vinna áfram með gagnagrunninn í svipaðri stærð. Ákveðið hefur verið að halda áfram á sömu braut og vonandi verður þetta hér eftir eitt af þeim verkefnum sem stöðugt eru í vinnslu. Það nýtist bæði sem stjórntæki fyrir framleiðendur sem og upplýsingabanki um stöðu greinarinnar.
Sjá nánar:
Rekstrargreining garðyrkju á Íslandi 2019-2023
/okg