Ræktunarmaður/menn ársins 2013

Fagráð í hrossarækt hefur valið þau bú/ræktendur sem tilnefnd eru til árlegrar heiðursviðurkenningar Bændasamtaka Íslands fyrir ræktunarárangur. Valið stóð að þessu sinni milli 41 ræktunarbús sem staðist hafði lágmarksskilyrði sem höfð hafa verið til viðmiðunar. Ákveðið var að tilnefna 10 bú/ræktendur að þessu sinni sem hljóta munu viðurkenningu á ráðstefnunni “Hrossarækt 2013” sem haldin verður í Sunnusal Hótels Sögu laugardaginn 16. nóvember næstkomandi. Á ráðstefnunni munu sigurlaunin verða afhent ræktunarmönnum ársins. 

Í stafrófsröð eru tilnefnd bú:

  1. Auðsholtshjáleiga, Gunnar Arnarson, Kristbjörg Eyvindsdóttir og börn.
  2. Árbæjarhjáleiga, Kristinn Guðnason, Marjolin Tiepen og dætur.
  3. Einhamar, Hjörleifur Jónsson og Sif Ólafsdóttir. 
  4. Hlemmiskeið 3, Árni Svavarsson og Inga Birna Ingólfsdóttir.
  5. Hrísdalur, Gunnar Sturluson og Guðrún Margrét Baldursdóttir.
  6. Jaðar, Agnar Róbertsson og Kristbjörg Kristinsdóttir.
  7. Lambanes, Agnar Þór Magnússon og Birna Tryggvadóttir Thorlacius. 
  8. Miðás, Gísli Sveinsson og Ásta Berghildur Ólafsdóttir.
  9. Syðri-Gegnishólar, Olil Amble og Bergur Jónsson.
  10. Torfunes, Baldvin Kristinn Baldvinsson.

ga/okg