Ráðunautur í jarðrækt

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins auglýsir eftir starfsmanni sem gæti sinnt fjölbreyttu þróunar- og ráðgjafarstarfi á sviði jarðræktar, fóðrunar og umhverfismála.

Starfs- og ábyrgðarsvið

  • Þátttaka í ráðgjafateymum RML sem sinna jarðræktar-fóðrunar og umhverfismálum.
  • Vinna við almennar leiðbeiningar í jarðrækt og á útiræktuðu grænmeti.
  • Ráðgjöf í jarðvinnslu, áburðargjöf og val á yrkjum.
  • Þróun og sala á ráðgjöf á landsvísu í samstarfi við aðra starfsmenn RML.
  • Önnur verkefni s.s. líkanagerð í excel og þróunarverkefni.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólapróf sem nýtist í starfi.
  • Þekking eða framhaldsmenntun á sviði jarðræktar, fóðrunar eða umhverfismála.
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
  • Reynsla eða þekking á landupplýsingarkerfi kostur.
  • Þekking á verkefnastjórnun kostur.
  • Góðir samskiptahæfileikar.

Við leitum að einstaklingi með brennandi áhuga á landbúnaði í sínum víðasta skilningi og hefur metnað og frumkvæði til að vinna að ráðgjafastarfsemi RML. Æskilegasta staðsetning er Eyjafjörður eða Suðurland en aðrar starfstöðvar koma einnig til greina.

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins er ráðgjafarfyrirtæki í eigu bænda sem sinnir landbúnaðarráðgjöf um allt land. Starfsemin er dreifð um landið. Við bendum áhugasömum á heimasíðu fyrirtækisins www.rml.is þar sem sótt er um starfið, en þar er einnig hægt að kynna sér starfsemina enn frekar.

Umsóknarfrestur er til og með 22. ágúst Nánari upplýsingar veita Karvel L. Karvelsson framkvæmdastjóri (klk@rml.is) og Borgar Páll Bragason (bpb@rml.is) fagstjóri.

Sjá nánar: 
Sækja um starf hjá RML

/okg