Ráðunautar funda í Skagafirði

Mismunandi byggyrki á Vindheimum skoðuð
Mismunandi byggyrki á Vindheimum skoðuð

Árlegur ráðunautafundur um jarðræktarmál var haldinn nú rétt fyrir helgi. Að þessu sinni var fundurinn haldinn í Skagafirði og var meðal annars farið að Hofsstaðaseli, í Keldudal og að Vindheimum þar sem skoðuð voru jarðvinnslutæki og jarðræktartilraunir.

Á fundinum var lögð áhersla á umfjöllun um jarðvinnslu og þá einkum í tengslum við endurræktun eftir kal síðastliðið vor. Er það mat ráðunauta að heilmikinn lærdóm megi draga bæði af því sem tókst vel og því sem betur hefði mátt fara í endurræktuninni.

bpb/okg