Ráðherra heimsótti RML

Sjávarútvegs-,landbúnaðar- og umhverfisráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson sótti Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins heim síðastliðinn fimmtudag ásamt aðstoðarmanni sínum Helgu Sigurrós Valgeirsdóttur.  

Karvel L. Karvelsson framkvæmdastjóri, Gunnfríður E. Hreiðarsdóttir fagstjóri og Eiríkur Blöndal stjórnarformaður RML kynntu starfsemina fyrir ráðherra og rædd voru þau verkefni sem eru á döfinni hjá RML.  

Að sjálfsögðu var ráðherra og fylgdarliði boðið upp á íslenskt grænmeti og ávexti beint úr gróðurhúsi stjórnarformannsins og voru menn sammála um að í íslenskum landbúnaði fælust mikil tækifæri hvað varðar eflingu innlendrar matvælaframleiðslu.

geh/okg