Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins óskar eftir að ráða starfsmann - bútækniráðunaut - til að taka að sér starf ábyrgðarmanns í bútækni hjá RML. Ráðningin er til eins árs með möguleika á framlengingu.
Ábyrgðarsvið, menntun og hæfniskröfur:
- Skal hafa lokið kandidatsprófi í búvísindum eða annarri sambærilegri menntun. Framhaldsmenntun með sérhæfingu á sviði bútækni eða sambærilegra tæknigreina.
- Við leitum að einstaklingi með haldgóða þekkingu á landbúnaðarbyggingum og tæknivæðingu þeirra. Viðkomandi þarf að geta unnið teikningar í CAD-umhverfi. Réttindi til að leggja fram aðal- og séruppdrætti er kostur. Reynsla af verkefnastjórn er kostur.
- Við leitum að einstaklingi sem mun leiða starf faghóps RML í bútækni og vinna að uppbyggingu sérþekkingar á sviði bútækniráðgjafar í landbúnaði auk þróunar og sölu á ráðgjöf á landsvísu.
- Samræmir verklag á þessu sviði í samstarfi við önnur fagsvið/ábyrgðarmenn.
- Vinnur að þróun og sölu á ráðgjöf á landsvísu, á það jafnt við um sérhæfða ráðgjöf sem og aðkomu að heildstæðri og þverfaglegri ráðgjöf í samstarfi við aðra starfsmenn RML.
- Starfar innan sviðs rekstrar- og nýsköpunar hjá RML.
- Lögð er áhersla á skipulögð vinnubrögð, hæfni í mannlegum samskiptum, frumkvæði og leiðtogahæfileika í starfi.
Upplýsingar um starfið eru veittar með tölvupósti í gegnum netföng Karvels L. Karvelssonar (klk@rml.is) eða Runólfs Sigursveinssonar (rs@rml.is ). Umsóknarfrestur er til 15. desember.
Umsóknum skulu fylgja upplýsingar um menntun og starfsferil umsækjanda og gögn frá umsagnaraðilum.
Umsækjendur eru vinsamlega beðnir um að sækja um starfið í gegnum vef RML: Sækja um starf hjá RML.
klk/okg