Ráðgjafarátak í heyefnagreiningum og fóðuráætlanagerð fyrir mjólkurkýr

Í framhaldi af samningi RML og BLGG í Hollandi um víðtæka efngreiningaþjónustu bjóðum við bændum að taka þátt í ,,ráðgjafarátaki “  sem getur nýst öllum bændum, en ekki síst kúabændum í fóðuráætlanagerð fyrir mjólkurkýr samkvæmt NorFor-fóðurmatskerfinu. Fjölþættar og greinargóðar upplýsingar um heyfóðrið geta einnig nýst til markvissari áburðarnotkunar og áburðaráætlanagerðar.

Nú leggjum við áherslu á að taka sýni úr verkuðu fóðri, - t.d. úr rúllum (og stæðum) eftir 4 til 5 vikna verkun.  Ráðunautar RML víðsvegar um land munu annast sýnatöku úr verkuðu fóðri og  sjá um að safna sýnunum saman til sendingar.  RML annast og ábyrgist greiðslu á greiningarkostnaði og innheimta síðan þann kostnað hjá bændum.  

Það skal sérstaklega tekið fram,  að ekkert mælir gegn því að bændur taki sjálfir hirðingarsýni og sendi til greininga - kjósi þeir það frekar.  BLGG greinir hirðingarsýni á sama hátt og sýni úr verkuðu fóðri.

Afhendingartími niðurstaðna:
Samkvæmt samningnum skuldbindur BLGG sig til þess að skila niðurstöðum  efnagreininganna innan 10 vinnudaga frá því sýni berst  - að öðrum kosti er greiningin bóndanum að kostnaðarlausu.  Ef greind eru bæði stein- og snefilefni (samtals 14 efni) er afhendingarfresturinn hinsvegar 15 vinnudagar.  Niðurstöðurnar getur bóndinn valið um að fá á rafrænu formi (tölvupóstur) eða sent með pósti.  Niðurstöðurnar eru einnig lesnar beint inn í NorFor-kerfið (FAS) og þá þegar aðgengilegar til áætlanagerðar í ráðgjafarverkfærinu; TINEOptifor-Island.

Áætlaður greiningakostnaður:
Nákvæmar upplýsingar um greiningarkostnað liggja ekki fyrir, en þó má sem dæmi reikna með eftirtöldum kostnaði á sýni og kostnaðarþrepum (verðdæmin eru án virðisauka).    Endanleg verð eru einnig háð breytingum á gengi €.

1. Gras- og hirðingarsýni,  NorFor-greining,  án steinefna   kr. 7.700-8.200
2. Gras- og hirðingarsýni,  NorFor-greining,  10 stein- og snefilefni   kr. 9.800-10.300
3. Verkað vothey, NorFor-greining án steinefna   kr. 11.000-11.500
4. Verkað vothey, NorFor-greining 10 stein- og snefilefni   kr. 12.800-13.300

 

Kúabændur jafnt sem aðrir bændur eru hvattir til þess að kynna sér þjónustuna.  Þeir bændur sem hafa áhuga á því að taka þátt í fóðuráætlanagerð með NorFor kerfinu og jafnframt nýta sér efnagreingarþjónusta samkvæmt samningi RML og BLGG vinsamlega hafi samband við einhvern af eftirtöldum ráðgjöfum RML.

Nafn   Sími   Netfang
Þórður Pálsson   516 5048   thp@rml.is
Eiríkur Loftsson   516 5012   el@rml.is
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir   516 5023   geh@rml.is
Guðfinna Harpa Árnadóttir   516 5017   gha@rml.is
Jóna Þórunn Ragnarsdóttir   516 5029   jona@rml.is
Berglind Ósk Óðinsdóttir   516 5009   boo@rml.is
Gunnar Guðmundsson   516 5022   gg@rml.is
Borgar Páll Bragason   516 5010   bpb@rml.is

 

Einnig er unnt að skrá sig til þátttöku með því að hringja í skiptiborð RML í síma 516 5000.

Ráðgjafarteymi RML í fóðrun/okg