Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Í framhaldi af samningi RML og BLGG í Hollandi um víðtæka efngreiningaþjónustu bjóðum við bændum að taka þátt í ,,ráðgjafarátaki sem getur nýst öllum bændum, en ekki síst kúabændum í fóðuráætlanagerð fyrir mjólkurkýr samkvæmt NorFor-fóðurmatskerfinu. Fjölþættar og greinargóðar upplýsingar um heyfóðrið geta einnig nýst til markvissari áburðarnotkunar og áburðaráætlanagerðar.
Nú leggjum við áherslu á að taka sýni úr verkuðu fóðri, - t.d. úr rúllum (og stæðum) eftir 4 til 5 vikna verkun. Ráðunautar RML víðsvegar um land munu annast sýnatöku úr verkuðu fóðri og sjá um að safna sýnunum saman til sendingar. RML annast og ábyrgist greiðslu á greiningarkostnaði og innheimta síðan þann kostnað hjá bændum.
Það skal sérstaklega tekið fram, að ekkert mælir gegn því að bændur taki sjálfir hirðingarsýni og sendi til greininga - kjósi þeir það frekar. BLGG greinir hirðingarsýni á sama hátt og sýni úr verkuðu fóðri.
Afhendingartími niðurstaðna:
Samkvæmt samningnum skuldbindur BLGG sig til þess að skila niðurstöðum efnagreininganna innan 10 vinnudaga frá því sýni berst - að öðrum kosti er greiningin bóndanum að kostnaðarlausu. Ef greind eru bæði stein- og snefilefni (samtals 14 efni) er afhendingarfresturinn hinsvegar 15 vinnudagar. Niðurstöðurnar getur bóndinn valið um að fá á rafrænu formi (tölvupóstur) eða sent með pósti. Niðurstöðurnar eru einnig lesnar beint inn í NorFor-kerfið (FAS) og þá þegar aðgengilegar til áætlanagerðar í ráðgjafarverkfærinu; TINEOptifor-Island.
Áætlaður greiningakostnaður:
Nákvæmar upplýsingar um greiningarkostnað liggja ekki fyrir, en þó má sem dæmi reikna með eftirtöldum kostnaði á sýni og kostnaðarþrepum (verðdæmin eru án virðisauka). Endanleg verð eru einnig háð breytingum á gengi .
1. | Gras- og hirðingarsýni, NorFor-greining, án steinefna | kr. 7.700-8.200 | |
2. | Gras- og hirðingarsýni, NorFor-greining, 10 stein- og snefilefni | kr. 9.800-10.300 | |
3. | Verkað vothey, NorFor-greining án steinefna | kr. 11.000-11.500 | |
4. | Verkað vothey, NorFor-greining 10 stein- og snefilefni | kr. 12.800-13.300 |
Kúabændur jafnt sem aðrir bændur eru hvattir til þess að kynna sér þjónustuna. Þeir bændur sem hafa áhuga á því að taka þátt í fóðuráætlanagerð með NorFor kerfinu og jafnframt nýta sér efnagreingarþjónusta samkvæmt samningi RML og BLGG vinsamlega hafi samband við einhvern af eftirtöldum ráðgjöfum RML.
Nafn | Sími | Netfang | ||
Þórður Pálsson | 516 5048 | thp@rml.is | ||
Eiríkur Loftsson | 516 5012 | el@rml.is | ||
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir | 516 5023 | geh@rml.is | ||
Guðfinna Harpa Árnadóttir | 516 5017 | gha@rml.is | ||
Jóna Þórunn Ragnarsdóttir | 516 5029 | jona@rml.is | ||
Berglind Ósk Óðinsdóttir | 516 5009 | boo@rml.is | ||
Gunnar Guðmundsson | 516 5022 | gg@rml.is | ||
Borgar Páll Bragason | 516 5010 | bpb@rml.is |
Einnig er unnt að skrá sig til þátttöku með því að hringja í skiptiborð RML í síma 516 5000.
Ráðgjafarteymi RML í fóðrun/okg