Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Prentun á vorbókum mun hefjast 10. nóvember. RML vill nú bjóða bændum upp á að velja hvenær vorbókin þeirra verður prentuð. Hægt er að velja um þrjá mismunandi prenttíma eftir því hvort menn vilja fá bókina strax að haustbókarskilum loknum eða bíða með prentun þar til búið er að skrá fang og/eða fósturtalningu. Sjálfkrafa stilling hjá öllum er nú að fá bækurnar strax að loknum haustbókarskilum. Þeir sem vilja bíða með prentun þar til búið er að skrá fang og/eða fósturtalningu þurfa því að láta vita af því með að fara inn í Fjárvís, fara inn í valmyndina „Notandi“ og velja „Stillingar“. Undir valmöguleikanum „ Fá vorbók senda frá RML“. Þar er nú hægt að opna valmynd þar sem val er um þrjá möguleika:
Þar sem bændur eru að skila haustbókum jafnt og þétt fram að 12. desember, verður prentað reglulega frá 10. nóvember til 15. desember. Þeir sem búnir eru að skila haustbók en vilja bíða með sínar bækur þurfa því að vera búnir að breyta sínum stillingum fyrir 10. nóvember. Þeir sem ekki eru búnir að skila haustbók verða að breyta í síðasta lagi áður en þeir skila haustbókinni.
/okg