Nýtt Íslandsmet í æviafurðum

Bleik 995 í fjósinu á Gautsstöðum þann 11. jan. 2023. Mynd: Pétur Friðriksson
Bleik 995 í fjósinu á Gautsstöðum þann 11. jan. 2023. Mynd: Pétur Friðriksson

Við uppgjör afurðaskýrslna í mánuði hverjum líta ýmsar tölur dagsins ljós. Í október s.l. urðu tíðindi, eða öllu heldur stórtíðindi, að afrekskýrin Bleik 995 á búi Péturs Friðrikssonar á Gautsstöðum á Svalbarðsströnd sló Íslandsmetið í æviafurðum og hefur nú mjólkað mest allra íslenskra kúa. Hún hefur nú, á sínum 15. vetri, mjólkað samtals 114.731 kg en eldra Íslandsmet Mókollu 230 á Kirkjulæk var 114.635 kg. Við mælingu þann 31. október s.l. var Bleik í 27,1 kg dagsnyt þannig að leiða má líkum að því að metið hafi fallið undir lok mánaðarins eða síðla dags hinn 28. október.

Bleik 995 er fædd 14. ágúst 2009 udan Grana 1528871-0982 Hersissyni 97033 og Stássu 873 Stássadóttur 04024. Bleik bar sínum 1. kálfi 31. október 2011 og hefur borið ellefu sinnum síðan þá, eða alls 12 sinnum, nú síðast 12. ágúst s.l. Mestum afurðir á ári hingað til eru 10.372 kg árið 2016 en mestu mjólkurskeiðsafurðir 13.078 kg á því fimmta og næst mestar á ellefta mjólkurskeiði eða nákvælega 12 þús. kg. Síðast sögðum við frá Bleik þegar hún rauf 100 þús.kg múrinn sem var nokkurn veginn á hinn þriðja í jólum 2022.
Það er full átæða til þess að gleðjast yfir fregnum sem þessum en það eru ekk margar íslenskar ký sem na´ð afa 100 þús. kg jólkur eða meira, hvað þá 15 tonnum betur.

RML óskar Pétri á Gautsstöðum til hamningju með þennan farsæla og endingargóða grip sem Bleik 995 er.