Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Nú bíða átta ungnaut úr 2016 árgangi dreifingar en hún mun hefjast innan skamms en upplýsingar um þau eru komnar á nautaskra.net. Þetta Fóstri 16040 frá Helluvaði á Rangárvöllum undan Bolta 09021 og Hosu 754 Kambsdóttur 06022, Spakur 16042 frá Reykjum á Skeiðum undan Gusti 09003 og Heklu 1048 Sirkussdóttur 10001, Boggi 16043 frá Minni-Ökrum í Blönduhlíð undan Gusti 09003 og Lýdíu Stráksdóttur 10011, Kópur 16049 frá Syðri-Hofdölum í Skagafirði undan Keip 07054 og Solvei 650 Aðalsdóttur 02039, Fláki 16051 frá Espihóli í Eyjafirði undan Þyt 09078 og 891 Koladóttur 06003, Mosi 16054 frá Stóru-Tjörnum í Ljósavatnsskarði undan Bolta 09021 og Áru 477 Áradóttur 04043, Herkir 16069 frá Espihóli í Eyjafirði undan Gusti 09003 og 909 Baldadóttur 06010 og Gáski 16074 frá Berustöðum í Ásahreppi undan Gusti 09003 og Lykkju 703 Koladóttur 06003.
Úr þessum nautum er nú þegar til SpermVital-sæði úr Fóstra 16040, Spak 16042 og Bogga 16043. Vonir standa til að SpermVital munu einnig verða til úr hinum fimm eftir næstu SpermVital-frystingu sem fyrirhuguð er á næstunni.
Fláki 16051 er fyrsti sonur Þyts 09078 sem kemur til dreifingar.
Ungnautaspjöld með hefðbundnum upplýsingum eru komin úr prentun og mun í framhaldinu verða dreift til bænda á hefðbundinn hátt. Þau eru einnig aðgengileg sem pdf-skjöl á nautaskra.net eins og venja er.
/gj