Ný stjórn Bændasamtaka Íslands

Sindri Sigurgeirsson frá Bakkakoti er nýr formaður BÍ. Hann tekur við af Haraldi Benediktssyni sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs. Þá var á búnaðarþingi kosin stjórn BÍ til næstu þriggja ára en auk formanns eru í stjórninni sex manns. Ný stjórn er þannig skipuð: Guðný Helga Björnsdóttir, Bessastöðum, Fanney Ólöf Láursdóttir, Kirkjubæjarklaustri, Guðbjörg Jónsdóttir, Læk, Þórhallur Bjarnason, Laugalandi, Einar Ófeigur Björnsson, Lóni og Vigdís M. Sveinbjörnsdóttir á Egilsstöðum.

Varamaður Sindra Sigurgeirssonar er Guðmundur Davíðsson í Miðdal, varamaður Guðnýjar Helgu er Guðrún Lárusdóttir í Keldudal, varamaður Fanneyjar Ólafar er Ólafur Þ. Gunnarsson á Giljum, varamaður Guðbjargar er Guðrún Stefánsdóttir í Hlíðarendakoti, varamaður Þórhalls er Jón Magnús Jónsson á Reykjum, varamaður Einars Ófeigs er Jóhannes Ævar Jónsson á Espihóli og varamaður Vigdísar er Skúli Þórðarson á Refstað.

Óhætt er að segja að um tímamót sé að ræða því meirihluti stjórnarinnar er nú skipaður konum.

rml/hh