Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Nautgriparækt er að því leyti frábrugðin sauðfjárrækt og hrossarækt að ekki er gert ráð fyrir að bændur noti eigin karlkynsgripi til kynbóta heima á búunum, heldur séu þeir valdir sameiginlega fyrir stofninn í heild sinni. Að baki þessu liggja margvíslegar ástæður sem ekki verða allar tíundaðar hér en í grunninn má segja að hér miði menn að því að ná mestu mögulegu framförum í stofninum í heild sinni. Þrátt fyrir að kynbótanautin séu valin sameiginlega fyrir stofninn í heild sinni eru ákveðnir möguleikar á að stýra ræktun hverrar hjarðar fyrir sig, t.d. með kynbótaáætlun.
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins býður upp á kynbótaráðgjöf fyrir kúabændur sem kallast TARFURINN. Þessi ráðgjöf felur í sér greiningu á kynbótagildi gripa í hjörðinni, mat á byggingareiginleikum gripanna, úttekt á stöðu frjósemi á búinu og pörunaráætlun (nautaval).
Við vinnslu á pörunaráætlun er tekið tillit til kosta og galla hvers grips fyrir sig samhliða áherslum fyrir hjörðina í heild sinni. Kynbótaáætlun getur verið öflugt hjálpartæki í búrekstrinum til þess að ná árangri til framtíðar.
Sjá nánar:
/gj