Norskur fóðurráðgjafi í heimsókn á Íslandi

Undanfarna viku hefur hinn norski fóðurfræðingur Jon Kristian Sommerseth verið í heimsókn á Íslandi á vegum RML. Hann starfar sem fóðurráðgjafi hjá Tine í Noregi og hefur þessa viku ferðast um Ísland og unnið með íslenskum fóðurráðunautum.  Meðal annars hefur hann unnið við fóðurráðgjöf og útreikninga með ráðunautunum, farið í heimsóknir til bænda og haldið erindi á bændafundum á Norður- og Suðurlandi. Heimsóknin hefur án efa verið mjög lærdómsrík fyrir ráðunauta RML sem koma til með að nýta reynsluna í starfi sínu.

Á myndinni má sjá Jon Kristan og Lenu Reiher ráðunaut við vinnu á starfsstöð RML á Hvanneyri. 

boo/okg