Niðurstöður skýrsluhalds sauðfjár 2024

Uppgjöri skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir árið 2024 er að mestu lokið þó leynist ófrágengnar „eftirlegukindur“ á nokkrum búum. Miðað við áskoranir og tíðarfar víða um land á síðasta ári eru niðurstöður ársins síst minni en undanfarin ár sem er vísbending um að bændur geta fengist við erfið verkefni þó enginn kjósi að fá þau í fangið. Niðurstöðurnar eru vissulega breytilegar eftir svæðum. Nánari grein verður gerð fyrir niðurstöðunum í næsta Bændablaði.

Öll uppgjör ársins má finna hér:

Skýrsluhald – Niðurstöður 2024