Námskeið í Jörð.is

Mikil og góð þátttaka var á námskeiðum í jarðræktarforitinu Jörð.is sem Landbúnaðarháskóli Íslands og Ráðgjafarmiðstöð Landbúnaðarins stóðu að.

Haldin voru 10 námskeið í febrúar og mars s.l. víðs vegar um landið, frá Hvolsvelli, vestur um og norður til Akureyrar. Kennari var Sigurður Jarlsson, jarðræktarráðunautur hjá RML.

Rúmlega 100 bændur sóttu þessi námskeið og er það von okkar hjá RML að allir þessir bændur hafi nú notað forritið til að gera áburðaráætlanir og pantanir.

Rétt er að vekja athygli á þessu ágæta jarðræktarforriti. Þarna er komið mjög öflugt skráningarkerfi um ræktunarsögu jarðar og fleira. Meðal annars geta sauðfjárbændur gengið frá tveimur gæðastýringarblöðum með skráningu í Jörð.is, þ.e. um áburðarnotkun og uppskeru.

Hægt er að koma á fleiri námskeiðum ef áhugi er fyrir hendi. Allt sem þarf til er að 8-9 bændur taki sig saman í héraði og kalli síðan eftir námskeiði, stað og tíma og við munum vinna að því að koma því á. Þá má einnig huga að styttri námskeiðum sem færu eftir þörfum og kröfum þátttakenda. T.d. má hugsa sér 2-3 tíma námskeið þar sem bændur koma saman og fá aðstoð ráðunautar við skráningu á áburðarnotkun og uppskeru.

sj/okg