Námskeið í Jörð.is á Hvanneyri 15. mars

Námskeið í jarðræktarforritinu Jörð.is verður haldið í samstarfi við Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Búnaðarsamtök Vesturlands föstudaginn 15. mars nk.

Farið verður yfir helstu þætti þess hvernig bændur geta nýtt sér vefforrritið til að halda utan um jarðræktarsögu búsins, útbúa áburðaráætlanir og nýta við verðsamanburð á milli áburðarsala.

Námskeiðið er einkum ætlað bændum, en er þó öðrum opið. Hámark þátttakenda er 12. Kennt er í tölvustofu á Hvanneyri.

Kennari: Sigurður Jarlsson, ráðunautur RML.

Tími: Föstudaginn 15. mars, kl. 10.00-17.00 (8,5 kennslustund) hjá LbhÍ á Hvanneyri.

Verð: 14.900 kr.

Minnum bændur sérstaklega á starfsmenntasjóð bænda. Félagar í BÍ sem hafa fasta búsetu á lögbýlum eiga rétt á að sækja í sjóðinn sem og starfandi bændur, einstaklingar, hjón eða sambúðarfólk sem stundar búnaðargjaldskyldan rekstur. Hámarksstyrkupphæð er 33.000 kr. á skólaári.

Skráning fer fram hjá LbhÍ í síma 433 5000 eða í gegnum netfangið endurmenntun@lbhi.is.

rml/okg