Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Að öllum kostum virtum og að höfðu samráði við ýmsa aðila í hópi tamningamanna hefur undirritaður ákveðið að færa fyrirhugaða miðsumarssýningu frá Selfossi að Gaddstaðaflötum við Hellu. Mál standa þannig að brautin á Selfossi virðist þola miður þá úrkomutíð sem staðið hefur svo að segja sumarlangt - og sér hvergi fyrir endann á. Brautin á Hellu er, sem stendur, líklegri til að þola það mikla álag sem fylgir jafn gleðilega stórri og viðamikilli kynbótasýningu.
Hollaröð á Gaddstaðaflötum verður birt á netmiðlum hestamanna í dag en dæmt verður með tveimur dómarahópum mánudag til miðvikudags (22.-24. júlí) og tvískipt yfirlitssýning fyrirhuguð á fimmtudegi og föstudegi (25.-26. júlí).
Með von um að þessi breyting komi nógu snemma fram til að knapar og umráðamenn hrossa geti gert viðeigandi ráðstafanir. Frekari upplýsingar, ef óskað er, veitir undirritaður í síma: 862-9322 eða petur@rml.is.
Virðingarfyllst,
Pétur Halldórsson, sýningarstjóri miðsumarsýn.
ph/okg