Lýsa 264 í Villingadal bar fjórum kálfum

Lýsa 264 - myndin er tekin viku fyrir burð
Lýsa 264 - myndin er tekin viku fyrir burð

Laust fyrir miðnætti þann 29. ágúst s.l. bar kýrin Lýsa 264 í Villingadal í Eyjafjarðarsveit tveimur kálfum. Það er reyndar ekki í frásögur færandi þótt kýr sé tvíkelfd, en snemma morguninn eftir komu aðrir tveir kálfar úr kúnni. Því miður voru allir kálfarnir dauðir, en fullskapaðir. Kúna vantaði hálfan mánuð upp á tal. Um var að ræða eitt naut og þrjár kvígur.  Nautið var nokkru þyngst eða 27 kg, en kvígurnar 19, 20 og 21 kg.  Samtals gekk því Lýsa með 87 kg, en meðal nýfæddur kálfur er um 35 kg.   Í rannsókn sem gerð var í kring um síðustu aldamót á gögnum úr skýrsluhaldi nautgriparæktarinnar yfir 8 ára tímabil kom í ljós að þríkelfingafæðingar í stofninum voru nálægt því að vera að meðaltali ein á ári og hlutfall tvíkelfinga nálægt 1%.  Engar sögur fara fyrr en nú af fæðingu fjórkelfinga í íslenska kúastofninum. gps/agg

Kálfarnir fjórir
Kálfarnir fjórir.