Lífland lækkar kjarnfóðurverð

Lífland hefur tilkynnt um lækkun á verð kjarnfóðurs. Hún nemur allt að 5% og er mismikil eftir tegundum. Þannig lækkar Góðnyt K-16, kjarnfóður með 16% próteini, um 2,5% svo dæmi sé tekið. Ástæða verðbreytinganna er lækkun á heimsmarkaðsverði hráefna til fóðurgerðar að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Nýr verðlisti hefur verið birtur á heimasíðu Líflands og er það til fyrirmyndar að birta nýjan verðlista um leið og tilkynnt er um verðbreytingar.

/gj