Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Á ráðstefnu Dansk Kvæg sem haldin var í Danmörku í lok febrúar 2014 voru haldin mörg áhugaverð erindi. Eitt þeirra var erindi eftir landsráðunaut nautakjötsframleiðenda Jörgen Skov Nielsen.
Í erindinu fór hann yfir stöðu mála á þessu sviði í Danmörku. Þann 1. október 2013 voru tæplega 15.000 bú/hjarðir þar sem nautgripir voru aldir til kjötframleiðslu og voru þessar hjarðir af 18 mismunandi kynjum, annað hvort hreinar hjarðir eða blendingar einhverra þessara kynja. Flestir eru þó með Limousine- og Simmental-gripi. Samtals voru tæplega 245.000 gripir í þessum hjörðum.
Gripunum hefur fjölgað undanfarin ár og er ein helsta ástæðan sú að fleiri bændur eru farnir að sæða mjólkurkýrnar með sæði úr holdanautum. Hins vegar nota danskir holdanautabændur sæðingar ekki mikið. Í langflestum hjarðanna eru innan við 5% kúnna sæddar. Þó eru bændur með Limousine-gripi duglegri að nota sæðingar en almennt gengur og gerist, þar eru 24% kúnna sæddar.
Það er athyglisvert að sjá tölur um burð hjá þessum gripum undanfarin 5 ár þar sem einnig hafa verið skráðir burðarerfiðleikar. Aberdeen Angus-kýrnar báru sjálfar, hjálparlaust, í rúmlega 77% tilvika, í rúmlega 7% tilvika þurftu þær lítilsháttar aðstoð. Kálfadauðinn hjá Angus-gripunum var 4,2%. Svipaðar tölur má sjá hjá Galloway-gripum. Limousine-gripirnir báru án aðstoðar í 67% tilvika og kálfadauðinn var 5,6%. Þessar tölur sem hér koma fram eiga við 1. kálfs kvígur. Undanfarin ár hefur kálfadauði á Íslandi verið á milli 12 og 13%, þar af milli 20 og 25% hjá 1. kálfs kvígum. Prósentutölurnar eru enn lægri hjá eldri gripum en hinum yngri í þessari dönsku samantekt, til dæmis má nefna að aðeins 2,2% kálfa eldri Angus-kúa drepast.
Tekið saman úr fyrirlestri Jörgen Skov Nielsen.
eng/okg