Lambadómar - samræmingarnámskeið á vegum RML

Nú stendur yfir samræmingarnámskeið RML fyrir þá starfsmenn sem koma til með að starfa við lambamælingar í haust.

Á samræmingarnámskeiðinu eru verklagsreglur yfirfarnar og þar rifja reyndir starfsmenn upp verklagið auk þess sem nýir starfsmenn fá góða sýnikennslu og hlusta á umfjöllun um lambadóma og sauðfjárræktina.

Á námskeiðinu verður farið yfir dómaskalann, líflambaval og tengsl við kjötmat, fjallað um kynbótamatið og niðurstöður þess. Sýnikennsla og verklegar æfingar í ómmælingum og stigun eru stór hluti námskeiðsins. Einnig verður fjallað um erfðagalla og helstu sjúkdóma í lömbum að hausti. Fjallað verður um smitvarnir og helstu smitsjúkdóma og varnir við þeim. Þá er farið yfir ullargæði og ullardóma. 

Það eru um 30 manns sem taka þátt í námskeiðinu að þessu sinni. Í næst viku hefst síðan lambadómatörnin af fullum þunga og stendur fram undir 20. október.

Pantanir lambadóma eru í fullum gangi, hægt er að panta hér í gegnum heimasíðuna eða með því að hringja í síma 516 5000.

hh/okg