Kynning á hrútakosti sæðingastöðvanna 2013-2014

Nú styttist óðfluga í að ný hrútaskrá líti dagsins ljós. Að vanda verða í kjölfarið haldnir kynningarfundir um allt land á vegum búnaðarsambandanna. Sauðfjárræktarráðunautar RML munu mæta á fundina og kynna hrútakostinn, ræða um ræktunarstarfið og ýmislegt fleira. Fyrirkomulag sæðinga verður kynnt auk þess sem sum búnaðarsamböndin verða með viðbótarefni á sínum fundum.

Hér að neðan fylgir yfirlit yfir fundina.

Búnaðarsambandssvæði    Dagur    Staður og tími  
Búnaðarsamtök Vesturlands     Mið. 20.nóv   Laxárbakki kl. 20:30  
Búnaðarsamband Suðurlands    Mið. 20.nóv    Þingborg kl. 14:00  
Búnaðarsamband Suðurlands     Mið. 20.nóv   Heimaland kl. 20:00  
Búnaðarsamband Suðurlands     Fim. 21.nóv   Smyrlabjörg kl. 13:30  
Búnaðarsamband Suðurlands     Fim. 21.nóv   Klaustur kl. 20:00  
Búnaðarsamtök Vesturlands     Fim. 21.nóv   Valfell kl. 20:30  
Búnaðarsamtök Vesturlands    Fös. 22. nóv   Holt, Önundarfirði kl. 13:00  
Búnaðarsamtök Vesturlands     Fös. 22. nóv   Grunnskólinn Reykhólum kl. 20:30  
Búnaðarsamband Húnaþings- og Stranda     Fös. 22. nóv   Sal BHS Húnabr. 13, Blönduósi kl. 13:00  
Búnaðarsamband Húnaþings- og Stranda   Mán. 25. nóv   Sævangur kl. 13:00  
Búnaðarsamband Eyjafjarðar    
Mán. 25. nóv
  Hlíðarbær kl. 20:00  
Búnaðarsamtök Vesturlands     Mán. 25. nóv   Dalabúð kl. 20:30  
Búnaðarsamtök Vesturlands     Mán. 25. nóv   Breiðablik kl. 20:30  
Búnaðarsamband S-Þingeyinga    Þri. 26.nóv    Breiðamýri kl. 13:00  
Búnaðarsamband N-Þingeyinga    Þri. 26.nóv    Svalbarði, kl. 20:00  
Búnaðarsamband Austurlands    Mið. 27.nóv   Hótel Hérað, Egilsstöðum kl. 13:00  
Búnaðarsamband Skagafjarðar     Mið. 27.nóv   Tjarnarbær kl. 20:30  
Búnaðarsamtök Vesturlands     Mið. 27.nóv   Birkimelur kl. 13:00  
Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda     Mið. 27.nóv   Staðarflöt kl. 13:00  


ee/okg