Kynbótasýningar 2025

Nú er búið að stilla upp áætlun fyrir kynbótasýningar árið 2025. Opnað verður á skráningu á kynbótasýningarnar um mánaðarmótin apríl/maí og nánar verður þá tilkynnt um skráningarfresti á einstakar sýningar.

Sýningaáætlun 2025:

Vorsýningar:
28.- 30. maí Rangárbakkar
2.- 6. júní Rangárbakkar
2.- 6. júní Hólar
10.- 13. júní Rangárbakkar
10.- 13. júní Borgarnes
10.- 13. júní Sprettur
16.- 20. júní Sörlastaðir
16.- 20. júní Rangárbakkar
16.- 20. júní Akureyri
3.- 6. júlí FM á Vesturlandi
 
Miðsumarssýningar:
14. - 18. júlí Rangárbakkar
14. - 18. júlí Hólar
21. - 25. júlí Rangárbakkar
28. júlí- 1. ágúst Rangárbakkar
4.-10. ágúst HM í Sviss
 
Síðsumarssýningar:
11. - 15. ágúst Brávellir Selfossi
18. - 22. ágúst Hólar
18. - 22. ágúst Rangárbakkar
 

Fjórðungsmót verður haldið í Borgarnesi í ár og verður hestamannafélögum af stærra svæði boðin þátttaka að þessu sinni eða frá Kjós og norður í Eyjafjörð. Nánar verður tilkynnt um fjölda kynbótahrossa á mótinu og inntökuskilyrði þegar það liggur fyrir. Heimsleikar verða haldnir í ár í Sviss dagana 4. til 10. ágúst. Kynbótahross verða sýnd á mótinu eins og verið hefur og veljum við Íslendingar efstu hross sem völ er á í hverjum flokki fimm, sex og sjö vetra og eldri hryssna og stóðhesta – eitt hross í hverjum flokki. Spennandi sýningarár er framundan á næsta ári!

Sjá nánar:
Kynbótasýningar  

/okg