Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Kynbótasýning á fjórðungsmóti Austurlands 2015
Dagana 2.-5. júlí verður verður fjórðungsmót Austurlands haldið á Stekkhólma. Fagráð í hrossarækt gaf í upphafi árs út lágmörk fyrir kynbótahross inn á kynbótasýningu mótsins og eru þau eftirfarandi:
Alhliðahross |
Aðaleink. |
Klárhross |
Aðaleink. |
Stóðhestar 7 vetra og eldri |
8,25 |
Stóðhestar 7 vetra og eldri |
8,15 |
Stóðhestar 6 vetra |
8,20 |
Stóðhestar 6 vetra |
8,10 |
Stóðhestar 5 vetra |
8,10 |
Stóðhestar 5 vetra |
8,00 |
Stóðhestar 4 vetra |
7,95 |
Stóðhestar 4 vetra |
7,85 |
|
|
|
|
Hryssur 7 vetra og eldri |
8,15 |
Hryssur 7 vetra og eldri |
8,05 |
Hryssur 6 vetra |
8,10 |
Hryssur 6 vetra |
8,00 |
Hryssur 5 vetra |
8,00 |
Hryssur 5 vetra |
7,90 |
Hryssur 4 vetra |
7,85 |
Hryssur 4 vetra |
7,75 |
Rétt til þátttöku í kynbótasýningu mótsins hafa hross sem náð hafa lágmörkum fyrir fjórðungsmót, í kynbótasýningu vorið 2015 og ræktuð eru eða eru í eigu aðila af svæðinu frá Siglufirði til Hornafjarðar. Tilkynna verður um þátttöku í kynbótasýningu mótsins fyrir 20. júní til Þorvaldar Kristjánssonar, ábyrgðarmanns hrossaræktar hjá RML. Verði búið að leysa verkfall dýralækna fyrir fjórðungsmótið verður stóðhestum 5 vetra og eldri, sem ekki komust í kynbótadóm í vor vegna verkfallsins heimilt að koma í dóm á kynbótasýningu fjórðungsmótsins.
Sýningargjöld á kynbótasýningu fjórðungsmótsins verða innheimt samkvæmt gjaldskrá RML, eða 16.700 kr. fyrir reiðdóm hjá þeim hrossum sem koma inn á lágmörkum og 21.700 kr. fyrir fullnaðardóm stóðhesta sem ekki komust í dóm í vor vegna verkfalls.
geh/sk