Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Í búnaðarlagasamningi þeim sem undirritaður var s.l. haust er kveðið á um aukin framlög til jarðræktar. Á síðasta ári voru styrkir vegna ræktunar þannig að fyrir fyrstu 20 ha fengust 13.350 kr en 8.900 kr fyrir næstu 20 ha, en engin framlög voru greidd fyrir ræktun umfram 40 ha.
Sú breyting sem núna verður vegna þessara auknu framlaga gerir það að verkum að bændur geta átt von á 17.000 kr fyrir fyrstu 30 ha og 12.000 fyrir næstu 30 ha. Svínabændur hafa skerðingarmörkin 75 ha og 150 ha. Það er þó rétt að nefna að áðurnefndar styrkupphæðir miðast við sama umfang ræktunar og var árið 2012. Styrkur á hvern ha lækkar eftir því sem umfang ræktunarinnar verður meira á landsvísu.
Þá verða nú veitt framlög til hreinsunar affallsskurða, en það hefur ekki verið gert síðan árið 2010.
Framlög verða annars vegar veitt til sáningar á ræktarlandi þar sem korn-, gras-, grænfóður- og olíujurtarækt er ætluð til fóður- og matvælaframleiðslu, beitar eða iðnaðar. Framlög má aðeins veita ef heildarflatarmál ræktunarinnar er a.m.k. 2 ha. Uppskera er kvöð. Framlag á hvern ha. fyrir hvert bú er kr. 17.000,- á ha. frá 1-30 ha. og kr. 12.000,- á ha. frá 30-60 ha. Þessi stærðarmörk eru 2,5 sinnum hærri á svínabúum. Greitt er út á heila ha. og venjulegar reglur um upphækkanir gilda. Framlög skerðast hlutfallslega á hvern ha. ef fjármunir þeir sem til styrkjanna eru ætlaðir hrökkva ekki til. Ef afgangur verður deilist hann jafnt á alla ræktaða ha.
Nú má veita framlög til hreinsunar affallsskurða. Framlög má veita til að hreinsa upp úr stórum affallsskurðum sem taka við vatni af stóru vatnasvæði. Skilyrði er að skurðirnir séu hreinsaðir bakka á milli og séu minnst 6m breiðir að ofan. Framlag á hvern kílómetra er kr. 125.000,-. Greitt er út á hundruð metra og venjulegar reglur um upphækkanir gilda. Framlög má aðeins veita ef heildarlengd er a.m.k. 100 metrar.
Reglurnar öðlast gildi að fenginni staðfestingu atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra og er framangreind umfjöllun birt með fyrirvara um þessa staðfestingu.
okg/bpb