Íslensk hrossarækt í 100 ár - Ráðstefna

Íslensk hrossarækt í 100 ár - Stefnumótun hrossaræktarinnar - Ráðstefna haldin laugardaginn 3. desember. 
Félag hrossabænda, Háskólinn á Hólum, Matvælastofnun, Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Sögusetur íslenska hestsins.

Minnt er á ráðstefnuna Íslensk hrossarækt í 100 ár. Afar spennandi dagskrá er í boði og er allt áhugafólk um hrossarækt hvatt til að mæta.
Það stefnir í góða mætingu og eru áhugasamir beðnir um að skrá sig fyrir 1. desember. Skráningin fer fram hér á heimasíðunni, rml.is (sjá: Á döfinni) eða í gegnum tengil neðst hér í auglýsingunni. Aðgangur að ráðstefnunni er ókeypis en til sölu verður dýrindis hádegismatur á sanngjörnu verði.

Þróun og endurskoðun ræktunarmarkmiðsins og dómskalans er að fara í gang af krafti. Mikilvægt er að marka stefnu til næstu ára; móta ræktunarmarkmiðin og matið á hestinum í kynbótadómum. Því er hugmyndin að virkja fundarfólk til þátttöku í þeirri vinnu. Á ráðstefnunni verður því um hópavinnu að ræða þar sem þátttakendum verður skipt í vinnuhópa til að fara í gegnum fyrst og fremst tvö umræðuefni:

  • Ræktunarmarkmiðin
    • Hin almennu markmið; m.a. heilsa, ending, frjósemi, litir, stærð.
    • Eitt eða fleiri ræktunarmarkmið.
    • Vægistuðlar eiginleikanna.
    • Alhliða hestar - klárhestar með tölti; tvær aðaleinkunnir.
  • Dómskalinn - þróun og uppfærsla - Hæfileikar hrossa:
    • Matsaðferðir við dóma.
    • Uppsetning reiðdómsins - verkefni til betra mats.
    • Dómar á ungum hrossum - kröfur eftir aldri.
    • Hlutlægar matsaðferðir.

Dagskrá ráðstefnunnar má sjá hérna að neðan en hún samanstendur af áhugaverðum og skemmtilegum fyrirlestrum og fyrrgreindri hópavinnu og kynningu hennar í lokin:

Staðsetning: Samskipahöllin í Spretti
Tímasetning: 3. desember, 10:00 - 17:00

Dagskrá:
Ráðstefnustjóri: Ágúst Sigurðsson

  • 10:00 - 10:20 Saga íslenskrar hrossaræktar og notkunar hestsins í 100 ár - Kristinn Hugason
  • 10:30 - 10:50 Rannsóknir í þágu hestsins - Sveinn Ragnarsson
  • 11:00 - 11:20 Þróun kynbóta og næstu skref í þekkingaröflun - Þorvaldur Árnason
  • 11:30 - 11:50 Þróun notkunar hestsins og keppnisgreina - Anton Páll Níelsson
  • 12:00 Matarhlé
  • 13:00 - 13:20 Velferð, ending og frjósemi hestsins - Sigríður Björnsdóttir
  • 13:30 - 13:50 Hrossaræktin og markaðurinn - Olil Amble
  • 14:00 - 14:20 Þróun ræktunarmarkmiðsins - Þorvaldur Kristjánsson
  • 14:20 - 15:10 Stefnumótun - Hópavinna
  • Kaffihlé - 20 mínútur
  • 15:30 - 16:20 Stefnumótun - Hópavinna
  • 16:20 - 16:55 Samantekt - Hópstjórar kynna afrakstur hópavinnunnar
  • 16:55 - 17:00 Lokasamantekt og ráðstefnuslit

Skráning á ráðstefnuna Íslensk hrossarækt í 100 ár

þk/okg