Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Íslensk hrossarækt í 100 ár - Stefnumótun hrossaræktarinnar - Ráðstefna haldin laugardaginn 3. desember.
Félag hrossabænda, Háskólinn á Hólum, Matvælastofnun, Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Sögusetur íslenska hestsins.
Minnt er á ráðstefnuna Íslensk hrossarækt í 100 ár. Afar spennandi dagskrá er í boði og er allt áhugafólk um hrossarækt hvatt til að mæta.
Það stefnir í góða mætingu og eru áhugasamir beðnir um að skrá sig fyrir 1. desember. Skráningin fer fram hér á heimasíðunni, rml.is (sjá: Á döfinni) eða í gegnum tengil neðst hér í auglýsingunni. Aðgangur að ráðstefnunni er ókeypis en til sölu verður dýrindis hádegismatur á sanngjörnu verði.
Þróun og endurskoðun ræktunarmarkmiðsins og dómskalans er að fara í gang af krafti. Mikilvægt er að marka stefnu til næstu ára; móta ræktunarmarkmiðin og matið á hestinum í kynbótadómum. Því er hugmyndin að virkja fundarfólk til þátttöku í þeirri vinnu. Á ráðstefnunni verður því um hópavinnu að ræða þar sem þátttakendum verður skipt í vinnuhópa til að fara í gegnum fyrst og fremst tvö umræðuefni:
Dagskrá ráðstefnunnar má sjá hérna að neðan en hún samanstendur af áhugaverðum og skemmtilegum fyrirlestrum og fyrrgreindri hópavinnu og kynningu hennar í lokin:
Staðsetning: Samskipahöllin í Spretti
Tímasetning: 3. desember, 10:00 - 17:00
Dagskrá:
Ráðstefnustjóri: Ágúst Sigurðsson
Skráning á ráðstefnuna Íslensk hrossarækt í 100 ár
þk/okg