Hrútaskráin nær eyrum Ástrala

Hrútaskráin vekur enn athygli  og hefur nú náð eyrum andfætlinga okkar í Ástralíu. Síðast liðinn laugardag, á fullveldisdaginn 1. desember, var viðtal við Gunnfríði Elínu Hreiðarsdóttur fagstjóra hjá RML um hrútaskrána í þættinum Nightlife á útvarpsstöðinni ABC í Ástralíu. Þetta er gríðarstór útvarpsstöð sem rekur margar rásir og þátturinn Nightlife er 4 klst. þáttur frá kl. 10 á laugardagskvöldum til kl. 2 aðfararnótt sunnudags á aðalrás stöðvarinnar. Hægt er að hlusta á viðtalið við Gunnfríði á síðu stöðvarinnar með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan. Viðtalið hefst þegar um klukkutími er eftir af þættinum (3:02:20).

Sjá nánar:

Nightlife á ABC Radio laugardaginn 1. des. 2018

/gj