Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Hrútaskrá sauðfjársæðingastöðvanna er væntanleg úr prentun í næstu viku og verður til dreifingar á hrútakynningarfundum búnaðarsambandanna um land allt dagana 20.-27. nóvember n.k. Vefútgáfa skráarinnar verður hins vegar sett á vefinn komandi mánudag 18. nóvember kl. 8:30.
Að þessu sinni eru upplýsingar um 47 hrúta í skránni, þrjátíu hyrnda hrúta, þrettán kollótta hrúta, einn feldfjárhrút, einn ferhyrndan hrút og tvo forystuhrúta. Auk þessa er að finna í skránni yfirlit um afkvæmarannsóknir á vegum sauðfjársæðingastöðvanna í haust og grein um stórvirka frjósemiserfðavísa og nýtingu þeirra.
/gj