Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Lítið lát er á þeirri athygli sem útgáfa hrútaskráarinnar fær og takmarkast sú athygli ekki við Ísland. Í gær var fjallað um útgáfuna á kanadísku útvarpsstöðinni CBC sem er ein þeirra stærri í Kanada, ef ekki sú stærsta. Á vef stöðvarinnar er að finna umfjöllun um það sem þeir kalla í frjálslegri þýðingu heitustu hrúta landsins. Auk þess var tekið viðtal við Snædísi Önnu Þórhallsdóttur, sauðfjárbónda á Hesti, en glöggir útvarpsmenn CBC sáu fljótt að frá Hesti er að finna fimm hrúta í skránni. Viðtalið var hluti af þættinum As It Happens sem er í umsjón þeirra Carol Off og Jeff Douglas. Þátturinn er gamalgróinn og hóf göngu sína á CBC árið 1968.
Hér fyrir neðan er að finna hlekk á umfjöllun CBC en þar er einnig hægt að hlusta á við talið við Snædísi Önnu sem er að sjálfsögðu á ensku.
Sjá nánar:
Iceland releases hotly anticipated list of most eligible rams - umfjöllun CBC
/gj