Heimsóknir ráðunauta í kornakra

Dagana 12.-15. júní nk. verður Benny Jensen ráðunautur frá BJ-Agro í Danmörku hér á landi. Mun hann heimsækja bú og skoða kartöflugarða en einnig kornakra á nokkrum stöðum. Verður ástand akranna metið og m.a. horft eftir illgresi, sjúdómum og skortseinkennum í korni.

Kornbændum og öðru áhugafólki um kornrækt er boðið að skoða þessa akra með Benny. Í för með honum verða ráðunautar frá RML. Innheimt verður þátttökugjald af þeim sem mæta í þessar kornskoðanir, 7.000 kr. á mann en aðeins þarf að greiða fyrir einn frá hverju búi. Í Skagafirði mun Þreskir ehf. greiða þátttökugjaldið fyrir sína félaga.

Dagskrá heimsóknanna er eftirfarandi:

  • Kúskerpi í Skagafirði, þriðjudag 13. júní kl. 10:00. Akur á eyrinni norðan við heimreið.
  • Vindheimar í Skagafirði, þriðjudag 13. júní kl. 10:50. Akur við korntilraunina.
  • Réttarholt í Skagafirði, þriðjudag 13. júní kl. 11:40.
  • Stóra-Hildisey 2 í Rangárþingi eystra, miðvikudag 14. júní kl. 10:00
  • Akurey 2 í Rangárþingi eystra, miðvikudag 14. júní kl. 11:00.
  • Móeiðarhvoll í Rangárþingi eystra, miðvikudag 14. júní kl. 13:30.
  • Fimmtudaginn 15. júní verða skoðaðir kornakrar í Hornafirði eða nágrenni. Tíma- og staðsetning verður auglýst þegar nær dregur.

Umsjón með verkefninu af hálfu RML hefur Eiríkur Loftsson og hafa má samband við hann í gegnum netfangið el@rml.is og í síma 516 5012.

el/okg