Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Framleiðnisjóður landbúnaðarins og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins stóðu í ágústmánuði fyrir fundaherferð með það markmið að hvetja til nýsköpunar í sveitum.
Á fundunum sem voru fjórir talsins, voru haldin erindi um markmiðasetningu og reynslu af nýsköpun, ásamt því að kynntir voru ýmsir sjóðir sem hægt er að sækja í þegar verið er að koma nýjum verkefnum af stað.
Nú þegar hauststörfum er að ljúka og vetur tekinn við samkvæmt dagatalinu, er kjörið fyrir þá bændur sem eru með hugmyndir að nýjum verkefnum að fara að vinna þau áfram.
Auglýst verður eftir B-styrkjum Framleiðnisjóðs landbúnaðarins í lok árs 2018 og frestir í hina ýmsu uppbyggingarsjóði eru nokkuð víða á haustmánuðum.
Hluti af verkefninu Gríptu boltann er að ráðunautar bjóða bændum aðstoð við vinnslu og uppsetningu rekstraráætlana og umsókna til Framleiðnisjóðs.
Þeir bændur sem eru með hugmyndir í farvatninu og stefna á að sækja um til Framleiðnisjóðs eru hvattir til að hafa samband við Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins í síma 516-5000 eða á netfangið rml@rml.is. Jafnframt eru bændur hvattir til að fylgjast með auglýsingum varðandi styrkumsóknir í Bændablaðinu og á heimasíðu sjóðsins.
só/okg