Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Reglugerð um greiðslumark mjólkur og beinar greiðslur til bænda verðlagsárið 2016 var birt í Stjórnartíðindum þann 30. desember s.l. Greiðslumarkið lækkar um 4 milljónir lítra eða 2,86% milli ára, úr 140 milljónum lítra á nýliðnu ári í 136 milljónir lítra á því yfirstandandi. Heildarupphæð beingreiðslna er 5.521,8 milljónir kr., samanborið við 5.591,8 milljónir á síðasta ári. Þetta þýðir að meðalbeingreiðslur hækka í 40,60 kr. á lítra úr 39,94 kr á lítra.
Stærsta breytingin í reglugerðinni er sú að framleiðsluskylda vegna A-hluta beingreiðslna er lækkuð verulega, úr 100% niður í 80% af greiðslumarki. Tilhögun beingreiðslna, skipting milli A-, B- og C-hluta og skipting C-hluta eftir mánuðum, er að öðru leyti óbreytt frá yfirstandandi ári. Í viðaukum með reglugerðinni er einnig að finna verklagsreglur um ráðstöfun fjármuna til kynbóta og þróunarstarfsemi, um ráðstöfun framlaga til jarðræktar og hreinsunar affallsskurða og framkvæmd úttekta vegna þeirra, verklagsreglur um greiðslur vegna kynbótaverkefna í nautgriparækt og stuðning við nýliða í mjólkurframleiðslu og verklagsreglur um framlög til rannsókna og þróunarverkefna í nautgriparækt
Sjá nánar:
Reglugerð um greiðslumark mjólkur á lögbýlum og greiðslur til bænda verðlagsárið 2016
/gj