Fóðurblandan lækkar kjarnfóðurverð

Fóðurblandan hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að tilbúið fóður lækki um allt að 5% frá og með deginum í dag, 6. maí 2013. Lækkunin er mismikil eftir tegundum. Ástæðan er að sögn fyrirtækisins styrking íslensku krónunnar og lækkun á hráefnum til fóðurgerðar erlendis.  Fóðurblandan lækkaði síðast verðskrá sína þann 2. apríl s.l. um 5%.

Nýja verðskrá er að finna á heimasíðu Fóðurblöndunnar, www.fodur.is. Hrósa verður fyrirtækinu fyrir að birta verðskrá strax sama dag og hún tekur gildi og er það breyting til batnaðar frá því sem var.