Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Fóðurblandan hefur tilkynnt um lækkun á verði kjarnfóðurs um allt að 5%, mismunandi eftir tegundum. Lækkunin gildir frá og með 2. apríl 2013. Að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu er ástæðan styrking íslensku krónunnar og lækkun á hráefnum til fóðurgerðar erlendis.
Því miður hefur fyrirtækið ekki uppfært verðskrá fóðurs á heimasíðu sinni. Mjög æskilegt væri að verðskrá væri uppfærð um leið og ákvörðun um verðbreytingar liggur fyrir eða a.m.k. samtímis því að verðbreytingar taka gildi.