Fóðurblandan lækkar kjarnfóðurverð

Fóðurblandan hefur tilkynnt um lækkun á verði kjarnfóðurs um allt að 5%, mismunandi eftir tegundum. Lækkunin gildir frá og með 2. apríl 2013. Að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu er ástæðan styrking íslensku krónunnar og lækkun á hráefnum til fóðurgerðar erlendis.

Því miður hefur fyrirtækið ekki uppfært verðskrá fóðurs á heimasíðu sinni. Mjög æskilegt væri að verðskrá væri uppfærð um leið og ákvörðun um verðbreytingar liggur fyrir eða a.m.k. samtímis því að verðbreytingar taka gildi.