Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Fagráð í nautgriparækt ákvað á fundi sínum þann 29. september að setja sjö naut úr 2010 árgangnum í notkun sem reynd naut til viðbótar þeim sem áður voru komin til notkunar. Þessi sjö naut eru Kústur 10061 frá Birtingaholti 4 í Hrunamannahreppi, Lúður 10067 frá Brúnastöðum í Flóa, Sólon 10069 frá Bessastöðum á Heggstaðanesi, Dropi 10077 frá Fossi í Hrunamannahreppi, Neptúnus 10079 og Úranus 10081 frá Hvanneyri í Andakíl og Úlli 10089 frá Dæli í Fnjóskadal.
Þarna eru á ferðinni geysilega öflug naut sem sést best á heildareinkunn þeirra en sem dæmi standa bæði Dropi 10077 og Úranus 10081 með 115. Upplýsingar um þessi naut hafa verið uppfærðar á nautaskra.net.
Nautsfeður næstu mánuði verða Strákur 10011, Lúður 10067, Dropi 10077, Úranus 10081 og Úlli 10089. Áfram eru menn beðnir um að tilkynna um kálfa undan Keip 07054, Bláma 07058, Gusti 09003, Bolta 09021 og Fossdal 10040.
Þau naut sem falla úr notkun eru Logi 06019, Rjómi 07017, Flekkur 08029, Gói 08037, Gæi 09047, Ferill 09070, Dráttur 09081 og Drangi 10031.
/gj