Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Nú líður að því að sækja þurfi um fjárfestingastuðning vegna fyrirhugaðra framkvæmda ársins 2024, ásamt því að framhaldsumsóknum þarf að skila inn fyrir þau verkefni sem það á við.
Umsóknarfrestur fyrir umsóknir í sauðfjárrækt er 15. mars og umsóknarfrestur fyrir umsóknir í nautgriparækt er 31. mars.
Það sem fylgja þarf með umsókn er:
• Kostnaðaráætlun
• Framkvæmdaáætlun
• Verkáætlun og verklýsing
• Rökstuðningur fyrir því hvernig framkvæmdin stenst kröfur um stuðning
• Staðfesting byggingarfulltrúa, hvort sem framkvæmdin er leyfisskyld eða ekki
• Teikningar ef um er að ræða verulegar breytingar/nýbyggingar
• Skriflegt leyfi landeiganda ef umsækjandi er ekki eigandi
Framkvæmdir sem eru yfir einni milljón króna eru styrkhæfar og er allt styrkhæft sem viðkemur endurnýjun, endurbótum og nýbyggingum. Þess ber þó að geta að tæknibúnaður er ekki styrkhæfur, nánari upplýsingar um það veita ráðunautar.
Fjárfestingastuðningur getur numið allt að 40% af framkvæmdakostnaði í báðum umsóknarflokkum.
Þeir aðilar sem sóttu um fjárfestingastuðning árin 2022-2023 og hafa ekki fengið fulla afgreiðslu miðað við mögulegan rétt til framlaga geta endurnýjað umsókn sína.
Þeir aðilar sem sóttu um stuðning í fyrra en luku ekki framkvæmdum þurfa að endurnýja umsókn sína.
Þeir sem vilja nýta sér aðstoð RML við umsóknirnar eru hvattir til að hafa samband sem fyrst, enda tíminn fljótur að líða og lokadagsetningar mættar á svæðið áður en hendi er veifað!
• Auður Ingimundardóttir – audur@rml.is
• Eyjólfur Ingvi Bjarnason – eyjolfur@rml.is
• Fanney Ólöf Lárusdóttir – fanneyolof@rml.is
• Guðfinna Harpa Árnadóttir – gha@rml.is
• Ívar Ragnarsson – ivar@rml.is
• Kristján Óttar Eymundsson – koe@rml.is
• María Svanþrúður Jónsdóttir – msj@rml.is
• Runólfur Sigursveinsson – rs@rml.is
• Sigríður Ólafsdóttir – so@rml.is
• Sigurður Guðmundsson – sg@rml.is