Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Eitt af þeim mikilvægu markmiðum sem landsáætlun um útrýmingu riðu kveður á um er að allir ásettir hrútar landsins séu arfgerðargreindir. Alveg sama þó bændur séu ekki byrjaðir að innleiða verndandi arfgerðir í stofn sinn þá er rík áhersla lögð á að allir hrútar hafi greiningu. Það eru bæði mikilvægar upplýsingar fyrir bændur, ræktunarstarfið og einnig felst í því áframhaldandi leit í stofninum að nýjum uppsprettum verndandi og mögulega verndandi arfgerða.
Minnt er á að greiningar á öllum ásettum hrútum (sem verða skráðir ásettir samkvæmt Fjárvís miðað við stöðu skráningar 13.12.2024) fá hámarks niðurgreiðslu og kostar slík greining því hjá RML 300 kr án vsk.
Sýni sem á að vera tryggt að búið sé að greina fyrir fengitíma þurfa að berast eigi síðar en 15. nóvember á móttökustöðvar RML (Starfsstöðvarnar á Hvanneyri og í Reykjavík). Niðurstöður úr þeim sýnum sem greind yrðu í kjölfarið ættu að liggja fyrir í síðustu viku nóvember. Eftir 15. nóvember getur liði nokkur tími á milli greininga, þar sem sýnum verður safnað saman þar til ákveðið magn næst til greiningar en þó gert ráð fyrir að niðurstöður komi a.m.k. einu sinni í mánuði.
/okg