Hefurðu náð lífeyrisaldri?

Tryggingastofnun sendir þessa dagana út bréf til landsmanna sem eru eldri en 70 ára en hafa ekki sótt um lífeyri til að vekja athygli þeirra á mögulegum lífeyrisréttindum. Samkvæmt upplýsingum úr kerfum Tryggingastofnunar hafa um 1500 manns, 70 ára og eldri, ekki sótt um ellilífeyri hjá Tryggingastofnun þó réttur til greiðslna sé hugsanlega fyrir hendi.

Allir, sem eru orðnir 67 ára, sem hafa búið og starfað á Íslandi í tilskilinn tíma og eru með árstekjur undir 4.268.612 kr. eiga rétt á ellilífeyri. Greiðslur frá almennum lífeyrissjóðum hafa ekki áhrif á grunnlífeyri almannatrygginga. Til að fá greiðslur þarf að sækja um og skila tekjuáætlun. Ávinningur við að fresta töku lífeyris er mun minni en margur telur.

Ekki er ótrúlegt að í þessum hópi leynist nokkrir bændur, við hjá RML getum aðstoðað bændur í þessum málum ef þörf er á, vinsamlega hafið samband við Sigurð Jarlsson í síma 516-5042, gsm 892-0631 eða í gegnum netfangið sj@rml.is.

sj/okg